TurboCrew í 5 sæti í Alþjóðarallinu
Símon Rúnarsson sem gengur undir nafninu "rennismiðurinn" í Vélsmiðjunni skrifar á Facebook síðu TruboCrew: "allt gekk að óskum, náðum að keyra allar leiðir og komum heilir í mark í 5 sæti sem við erum mjög sáttir við!! Hefðum hugsanlega getað náð ofar ef það hefði ekki sprungið dekk á Kaldadal, en svona er rall." Við óskum þeim Einari og Símoni til hamingju með árangurinn.