Talið hagkvæmt að sameina Vesturland í eitt sveitarfélag
Á vefsíðu Skessuhorns er frétt sem greinir frá skýrslu sem unnin var af starfsmönnum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi eða SSV. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er sú að "allar líkur eru á að sameining sé rekstrarlega hagkvæm." Að skýrslunni unnu Elías Árni Jónsson, Torfi Jóhannesson og Vífill Karlsson. Hægt er að nálgast skýrsluna með því að smella hér.