Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

22 bátar teknir upp sem af er árinu
9.9.2010

22 bátar teknir upp sem af er árinu

Nú er nýtt kvótaár hafið og útgerðarmenn flestir búnir að gera klárt. Sigurður Sigþórsson verkstjóri í Vélsmiðju Árna Jóns á Rifi segir að nokkur aukning sé í bátaupptektum sem af er liðnu ári. Það sem af er þessu ári hafa verið teknir jafn margir bátar og allt árið í fyrra eða 22 bátar. Flestir þessara báta koma af Snæfellsnesi þar sem framkvæmdar eru minni sem stærri viðgerðir eða allt frá botnþrifum til vélaviðgerða. Sú nýbreytni að draga vagninn undan og koma bátum fyrir á steyptum körum gerir það kleift að hægt er að þjónusta fleiri báta á sama tíma. Sigurður segir að útgerðarmenn séu hrifnir af því að geta geymt bátana upp á þurru landi meðan á sumarfríi stendur.

 

 

 

 

 

 

 

 


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn