Um 250 kg sprengja
Búið er að gera tundurdufl óvirkt sem togbáturinn Skinney fékk í botnvörpuna við veiðar suður af Snæfellsjökli í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar voru um 250 kíló af sprengiefni inni í duflinu, sem er frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Vel gekk að aftengja sprengjuna sem er nú komin á land á Rifi, en skipið lagðist við bryggju um kl. 14. Nú verður henni eytt á afskekktu svæði. Þar með lýkur hennar hlutverki í stríði sem er heyrir sögunni til.
Frétt fengin af MBL.is
Unnið að því að gera tundurduflið óvirkt
Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eru nú um borð í togbátnum Skinney að skoða tundurdufl sem báturinn fékk í veiðarfærin við botnvörpuveiðar sunnan við Snæfellsjökul. Það verður gert óvirk áður en farið verður með duflið í land. Skv. upplýsingum frá Gæslunni verður forsprengjan fjarlægð áður en siglt verður með tundurduflið í land á Rifi þar sem sprengjunni verður eytt á afskekktum stað
Tveir sprengjusérfræðingar skoða nú duflið á þilfari skipsins. Ekki liggur fyrir hversu lengi það tekur að fjarlægja forsprengjuna. Að sögn Gæslunnar er ávallt hætta á ferð þegar tundurdufl eða gamlar sprengjur finnast. Ekki liggur fyrir hvort búið sé að flytja áhöfn Skinneyjar í annan bát á meðan sérfræðingarnir athafna sig. Skipverjar um borð í Skinney tilkynntu um duflið um kl. hálf átta í morgun.
Mynd: Skagstrendingur.
Frétt fengin af MBL.is 8. sept. 2010