TurboCrew Rally Team í 1. sæti
Snæfellsnesrallýið fór fram um helgina sem leið og gerðu þeir Einar og Símon sér lítið fyrir og sigruðu. Snæfellingar eiga því tvo sigurvegara eftir helgina eða Víking Ólafsvík sem lentu í 1. sæti í 2. deild og svo TurboCrew Rally Team. Vélsmiðja Árna Jóns óskar Víkingum Ó, Einari og Símoni til hamingju með árgangurinn.
"Rennismiðurinn" Símon hafði þetta að segja af keppni lokinni: Þá er Snæfellsnesrally búið þetta árið og við í TurboCrew Rally Team gerðum okkur lítið fyrir og sigruðum það, á heimavelli... Við leiddum rallið alveg frá SS-4, og vorum með besta tíma á 5 sérleiðum af 9 sem verður að teljast kgott ;) og í lokinn vorum við 15 sek á undan næsta. Við þökkum öllum sem studdu okkur í gegnum þetta og starfsfólki keppninar fyrir frábært rally!!!!"
Facebook síða TurboCrew Rally Team
Hér er hægt að sjá fréttaumfjöllun á RÚV
