Unnið að nýju innsiglingarmerki í Rifshöfn
Síðastliðinn þriðjudag (19. okt.) var 14 tonna steinklumpi komið fyrir við höfnina í Rifi en steininn verður undirstaða nýs innsiglingarmerkis í Rifshöfn. Sama dag var steypt í mastur innsiglingarljóss gegnt Fiskmarkaði Íslands Rifi. Myndirnar tók Guðjón Steinarsson.