Neyðarkallinn
Í dag hefst sala Neyðarkalls björgunarsveita um land allt. Líkt og áður er um að ræða sölu á litlum neyðarkalli á lyklakippu og í ár er hann eftirmynd rústabjörgunarmanns. Sjálfboðaliðar félagsins munu bjóða Neyðarkall til sölu á flestum þeim stöðum er fólk kemur saman, svo sem í verslanamiðstöðvum, við verslanir, útsölustöðum ÁTVR og víða verður einnig gengið í hús. Við hvetjum almenning til að taka vel á móti sölufólki okkar og stuðla þannig að öflugri björgunarsveitum.
www.landsbjorg.is