Heimsókn frá dreifingarstjóra Baldwin Filters á Norðurlöndunum
Í gær kom dreifingarstjóri Baldwin Filters á Norðulöndunum í heimsókn í Vélsmiðju Árna Jóns. Baldwin síur eru framleiddar að mestu leyti í Bandaríkjunum og eru höfuðstöðvar staðsettar í Kearney Nebraska í Bandaríkjunum. Til gamans má geta þá eru framleiddar 250.000 síur á hverjum degi. Vélsmiðjan er dreifingaraðili Baldwin sía á Snæfellsnesi.
Frá vinstri: Maggi frá Bætir ehf., Árni Jón, Vélsmiðju Árna Jóns ehf. og Svíinn Mattías, dreifingarstjóri Baldwin Filters á Norðurlöndunum.
Heimasíða Baldwin Filters er www.baldwinfilters.com