Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Þorskafli eykst um 50% á Vestfjörðum
18.11.2010

Þorskafli eykst um 50% á Vestfjörðum

"Þorskaflinn á Vestfjörðum var 2.525 tonn í október sem er ríflega 50% aukning frá sama mánuði í fyrra þegar aflinn var 1.675 tonn. Samtals var landað 16.882 tonnum af þorski af Íslandsmiðum í október miðað við 15.951 tonn í október 2009. Það sem af er ári hefur þorksaflinn aukist lítillega en en í lok október höfðu 17.808 tonn borist að landi á Vestfjörðum samanborið við 17.104 tonn fyrstu 10 mánuðina á síðasta ári. Aukning var í öllum tegundum í lönduðum afla á Vestfjörðum fyrir utan ýsu, en ýsuaflinn var 871 tonn í október miðað við 973 tonn í fyrra.

Það sem af er ári hefur ýsuveiðin dregist umtalsvert saman en hún var 8,382 tonn fyrstu 10 mánuðina í fyrra miðað við 6.412 tonn í ár. Steinbítsaflinn í október var 51 tonn miðað við 40 tonn í fyrra. 162 tonn af Löngu bárust að landi í samanbuði við 54 tonn í október 2009 og keiluaflinn var 110 tonn miðað við 41 tonn á síðasta ári. Þá var grálúðuaflinn 102 tonn í október miðað við 3 tonn í október í fyrra."

Frétt fengin af heimasíðu bb.is


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn