Á morgun, þriðjudaginn 21. desember, á vetrarsólstöðum (stysta degi ársins), ber það einnig til tíðinda að tunglmyrkvi verður og samkvæmt veðurspá er að sjá að hans verði vart um mestallt land, svo sem á suðvesturhorninu þar sem heiðskýrt verður, ekki skýhnoðri á himni samkvæmt veðurspám. Tungl er nú í fyllingu og jörðin mun byrja að skyggja á sólu klukkan 07:40 og stendur almyrkvinn yfir til klukkan 8:54. Hann mun sjást í Norður-Ameríku, Mið-Ameríku, hluta Suður-Ameríku, á Grænlandi og Íslandi. Seinast sást almyrkvi frá Íslandi aðfararnótt 21. febrúar 2008.
Frétt fengin af skessuhorn.is