Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Eyraroddi á Flateyri gjaldþrota
18.1.2011

Héraðsdómur Vestfjarða hefur úrskurðað Eyrarodda hf. á Flateyri gjaldþrota eftir að stjórn fyrirtækisins og umsjónarmaður nauðasamninga félagsins lögð fram beiðni þess efnis fyrir dómara í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Eyrarodda.

Þar segir að undanfarið hafi stjórn Eyrarodda unnið að fjárhagslegri endurskipulagninu félagsins í samvinnu við kröfuhafa þess.

Niðurstaða þeirra viðræðna var sú að nauðasamningur fyrir félagið var samþykktur en ekki tókst að útvega nægt fjármagn til að halda áfram rekstri og mæta áföllnum skuldbindingum. Því var óumflýjanlegt að óska eftir skiptum.

„Í upphafi lá fyrir að rekstur fiskvinnslu án kvóta yrði mjög erfiður. Þrátt fyrir það reyndu forsvarsmenn félagsins að koma af stað rekstri á Flateyri en því miður tókst ekki að afla nægs hráefnis til þess að fiskvinnslan stæði undir sér. Sá byggðakvóti sem hafði verið ætlaður Flateyri á árunum 2007 til 2010 var lítill. Jafnframt fór svo að mikill dráttur varð á úthlutun hans, til dæmis drógst um nærri tvö ár að úthluta byggðakvóta Flateyrar vegna fiskveiðiársins 2008/2009.

Eftir að tilkynnt var um 300 tonna byggðakvóta til Flateyrar í nóvember síðast liðnum, reyndu forsvarsmenn félagsins, samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu, að skjóta styrkari stoðum undir rekstur félagsins með því að tengja saman útgerð með kvóta og fiskvinnsluna á Flateyri. Það tókst því miður ekki. Einnig lá fyrir að 300 tonna byggðakvótanum yrði ekki úthlutað fyrir en í lok febrúar og ekki var handbært nægjanlegt fjármagn til að halda áfram rekstri fram að þeirri úthlutun, þrátt fyrir að nauðasamningur hefði gengið eftir á grundvelli þeirra rekstrarforsenda sem kynntar höfðu verið. 

Til viðbótar þeim sérstaka vanda sem að fyrirtækinu á Flateyri steðjaði, bættist við að erfitt var að efna til samstarfs við önnur fyrirtæki í sjávarútvegi vegna þeirrar óvissu sem uppi er um rekstrarumhverfi greinarinnar.

Það eru stjórn Eyrarodda mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að tryggja áframhaldandi rekstur á Flateyri,“ segir í tilkynningunni.

Mynd: julinn.is

Frétt: http://mbl.is/frettir/innlent/2011/01/17/eyraroddi_gjaldthrota/


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn