Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Nýtt félag stofnað um vatnsverksmiðju í Rifi
3.2.2011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Málefni vatnsverksmiðjunnar í Rifi hafa verið í óvissu frá síðasta hausti eftir að húsi verksmiðjunnar var komið undir þak. Á sama tíma rann út samningur við félagið Icelandic Glacier Product, sem byggði verksmiðjuhúsið, um nýtingu á vatninu, sem lagt var í tveimur stofnæðum úr vatnslindum fyrir ofan Rif og til þessa hefur runnið út í sjó við vegg verksmiðjuhússins. Ákvæði í samningunum við Snæfellsbæ um nýtingu vatnsins kvað m.a. á um að hann félli úr gildi ef verksmiðjan yrði ekki kominn í gagnið á ákveðnum tíma, sá tímapunktur var síðasta haust. Nú liggur fyrir samningur af hálfu Snæfellsbæjar við hóp fjárfesta með aðsetri í Englandi um nýjan samning um vatnsréttindin. Sá samningur felur í sér styttri nýtingarrétt en í fyrri samningi, eða til næstu 62ja ára, og einnig stofnun íslensks hlutafélags um uppbyggingu og rekstur vatnsverksmiðju.

Annað hvort með kaupum á því húsi sem fyrir er af  Icelandic Glacier Product eða byggingu nýs verksmiðjuhúss. Í samkomulaginu felst einnig að Snæfellsbær er eigandi í félaginu, enda eigandi þeirra vatnslinda sem eru forsenda fyrir rekstrinum.

Guðmundur Ingvi Sigurðsson lögfræðingur á lögfræðistofunni Lex í Reykjavík er milligöngumaður ensku fjárfestanna. Guðmundur segir að fullur vilji sé hjá þeim að koma vatnsverkmiðjunni í gang og nýta vatnið til sköpunar verðmæta. Hins vegar sé ljóst að það muni að minnsta kosti taka árið og trúlega enn lengri tíma ef ekki semst við eigendur að verksmiðjuhúsinu og byggja þarf nýtt hús.

Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir aðkomu þessa ensku fjárfesta jákvæða. Hann hafi fulla trú á því að málið fái góðan framgang. „Við viljum gjarnan að vatnið sé nýtt og erum tilbúnir að koma til samstarfs á þeim forsendum. Okkur vantar framtak og aukna atvinnu og vonandi gengur þetta allt vel í framhaldinu,“ segir Kristinn.

Frétt fengin af www.skessuhorn.is


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn