Í gær sást fullorðinn sílamáfur í Sandgerði. Á vefnum fuglar.is segir að þar með sé líklegast fyrsti eiginlegi farfuglinn kominn til landsins.
Sílamáfar eru algerir farfuglar hér við land en einstaka 1. árs fuglar hafa sést undanfarin ár og þá nær eingöngu við Höfn í Hornafirði. Í vetur hafa sést 3-4 slíkir fuglar sem er með almesta móti.
mbl.is