Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Forsetinn skrifar ekki undir ný Icesave lög
21.2.2011

Forsetinn skrifar ekki undir ný Icesave lög - þjóðaratkvæði því framundan

 

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tilkynnti á Bessastöðum í dag að hann hefði ákveðið að synja nýju Icesave frumvarpi staðfestingar sinnar og vísa málinu til þjóðarinnar. Sagði hann grundvallaratriði að þjóðin hafi farið með löggjafarvald í Icesave málinu og ekki hafi tekist að skapa víðtæka sátt um að Alþingi ráði nú eitt niðurstöðu málsins. Þessi staðreynd hefði ráðið niðurstöðu sinni. Það er því ljóst að fram mun nú fara þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarpið. „Það er einlæg von mín að sem flestir landsmenn, bæði stuðningsmenn frumvarpsins og aðrir, nýti lýðræðislegan rétt sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fara mun fram svo fljótt sem auðið er," sagði Ólafur Ragnar Grímsson.

Skessuhorn.is


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn