Þyrla Landhelgisgæslunnar fór rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi í sjúkraflug til að sækja sjómann, sem var með mikla kviðverki um borð í línubáti sem staddur var 20 sjómílur suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi. Hann var fluttur til aðhlynningar á Landspítalann í Reykjavík.
Skessuhorn.is