Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Segir öfund helsta óvin mannkynsins
25.2.2011

 

Segir öfund helsta óvin mannkynsins

Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands, er í opnuviðtali í Skessuhorni vikunnar. Rætt er um heima og geyma en mest þó um málefni sjávarútvegsins og stjórnmálin. Páll segir umræðuna um sjávarútvegsmál hér á landi vera mjög dapurlega og markast af fáfræði og upphrópunum þeirra sem ekki hafi nægilega kunnáttu til að tjá sig um þau. Einstakt sé að heil atvinnugrein þurfi að búa við slíkt álit sem bæði þjóð og ríkisstjórn hafi á henni. Fáfræði sé um að kenna. „Almenn fáfræði ríkir á Íslandi um það hvernig við gerum hlutina og hvers vegna við gerum þá með þessum hætti. Við sem störfum við sjávarútveg höfum sofið á verðinum og ekki komið því á framfæri sem við erum að gera. Að mínu mati ættu sjávarútvegsfræði, sem og annarra burðaratvinnugreina í landinu, að vera kennd í grunnskólum. Ég hef líka haldið því fram að allir fjölmiðlar á landinu séu ónýtir þegar kemur að málefnum sjávarútvegsins,” segir Páll meðal annars.

Skessuhorn.is


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn