Skrifað af: Halldór Gunnar Jónsson |
Fimmtudagur, 24. febrúar 2011 22:30 |
Þeir Einar Sigurðsson og Símon Grétar Rúnarsson sem stálu sennunni á síðasta tímabili í rallakstri mæta aftur til leiks í sumar. Þeir aka Audi S2 . Félagarnir stefna á að mæta í allar keppnir á komandi tímabili sem hefst 13 Maí.
Í samtali við mótor-sport.is sagði Símon að þeir væru að taka bílinn allan í gegn fyrir átökin í sumar. Einhverjar breytingar verða á bílnum og meðal annars alveg ný fjöðrun og styrkja bílinn betur. Einnig verður nýr litur á bifreiðinni . Símon segir að markmiðið sé náttúrulega alltaf sett á toppinn en svo er bara að hafa gaman að þessu. Annars værum við ekki í þessu sporti. Þetta eru sko orð að sönunu hjá Símoni að þetta sport er mjög gaman! og það verður virkilega spenandi að fylgjast með þeim í sumar.
Þeir koma til að að berjast um sigur í keppnum sumarsins enda sigruðu þeir eina keppni í fyrra og voru farnir að ógna fremstu mönnum verulega. Þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta ári í ralli. Fréttir af fleiri keppendum eru væntanlegar á næstu dögum.
Mynd: Audi í fullri endurbyggingu !.
Frétt www.motor-sport.is