Lóan er komin
Heiðlóa fannst á Heimaey í gær. Fram kemur á vefnum fuglar.is að þetta sé mögulega fyrsta heiðlóan sem komi til landsins í ár.
Segir að einungis hafi verið tilkynnt um eina heiðlóu á árinu eða þann 4. febrúar sl. Nú er talið nokkuð öruggt að það hafi verið fulgarfrá því í haust.
Þá segir að frá 1998 hafi fyrstu heiðlóurnar sést á tímabilinu 20. - 31. mars. Þetta sé því mjög óvenjulegur tími.
mbl.is