Grillað burt snjóinn í Rifi
Í hádeginu í dag grilluðu strákarnir í vélsmiðjunni á nýja grillinu sem er 5,7 lítra Chevrolet 350 vél. Starfsmenn Vélsmiðju Árna Jóns eru orðnir lang þreyttir á tíðinni og hafa mikla trúa á að grillið muni kveða burt snjóinn. Kynni það verða svo að veðrið batni hefur það verið ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði. Þegar kveikt var upp í grillinu var bylur og sást vart milli húsa. Bjarni Ólafsson sem smíðaði grillið síðasta haust.