Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Stjörnukokkur auglýsir íslenskan þorsk undir Jökli
25.3.2011

Stjörnukokkur auglýsir íslenskan þorsk undir Jökli

 

 

Heston Blumenthal, frægur og margverðlaunaður matreiðslumaður og veitingahússeigandi í Bretlandi, mælir með íslenskum þorski úr sjálfbærum veiðum í sjónvarpsauglýsingu frá Waitrose stórmarkaðskeðjunni.

Auglýsingin er tekin á og utan við Snæfellsnes eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.  

Svo sem fram kom í frétt hér á vef Fiskifrétta nýlega jókst þorsksala í verslunum matvælakeðjunnar nýlega um 800% eftir að Blumenthal mælti með þorski úr sjálfbærum veiðum við Ísland og Noreg.

Blumenthal er eigandi hins fræga veitingastaðar The Fat Duck sem er einn fárra matsölustaða í Bretlandi sem fengið hefur þrjár Michelin stjörnur.

Um borð í Guðbjarti SH. Eggert Bjarnason á rúllunni.

 

Frétt: Fiskifrettir.is


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn