Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Búist við aukinni eftirspurn í Japan
25.3.2011

Búist við aukinni eftirspurn í Japan eftir sjávarfangi

Í þremur fylkjum næst kjarnorkuverunum, sem lentu í hamförunum, voru framleidd 700 þús. tonn af sjávarafurðum. 

Fiskmarkaður í Japan

Fyrirtæki í þeim löndum sem selt hafa mest af sjávarafurðum til Japans gera ráð fyrir aukinni eftirspurn þaðan í kjölfar náttúruhamfaranna, að því er fram kemur á sjávarútvegsvefnum fis.com. Þetta stafar bæði af því að mikilvæg sjávarútvegssvæði hafa verið lögð í rúst í flóðbylgjunni og einnig vegna þess að geislavirkni hefur orðið vart í fæðu og vatni nálægt löskuðum kjarnorkuverum.

Í þeim þremur fylkjum sem næst eru kjarnorkuverunum og urðu fyrir flóðbylgjunni voru framleidd 707.500 tonn af sjávarafurðum eða 13% af 5,6 milljóna tonna heildarframleiðslu í landinu, samkvæmt tölum Hagstofu Japans.

Indónesía er það ríki sem selur Japönum mest af sjávarfangi og er túnfiskur veigamesta tegundin og rækja þar á eftir. Víetnam er næststærsta viðskiptalandið á þessu sviði.

Heimild: Fiskifréttir 24. mars.

 


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn