Krían komin á Rif
Seinnipartinn í gær sást nokkuð stór hópur fljúga meðfram Enninu og lenda við Rifsós. Sæmundur Kristjánsson talsmaður kríunnar segir að sjaldan eða aldrei hafi krían komið svo snemma á Rif. Hann telur líklegt að sterkir suðlægir vindar og ekki síst jarðskjálftinn í Japan sem hafði mikil áhrif á segulsvið jarðar og staðsetningu himintunglanna hafi brenglað segulsteindina sem er í höfði kríunnar. Sæmundur bætir við og segir að segulsteindin sé eins og áttaviti rjúpnaskyttunnar.
mynd ruv.is