Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Björgunarbáturinn Björg frá Rifi
7.4.2011

 Björgunarbáturinn Björg frá Rifi

 

Mynd: Landsbjörg

Áhöfn björgunarbátsins Bjargar í Rifi aðstoðaði vélarvana bát undir Látrabjargi í gær og mun draga hann til hafnar í Rifi. Tilkynning barst um hálfáttaleytið í gær um bátinn, en á leiðinni út var Björgu tilkynnt um leka í báti á norðanverðum Breiðafirði. Skipverjar á Björgu lögðu því lykkju á leið sína, komu dælu um borð í bátinn, en lekinn virtist ekki eins alvarlegur og í fyrstu horfðist. Hosa hafði gefið sig. Skipstjórinn á Björgu sagði að bátarnir tveir væru báðir frá höfnum í Snæfellsbæ og hefðu verið á steinbítsslóðinni þegar þessu óhöpp komu upp. Skipverjar í bátunum munu ekki hafa verið í teljandi hættu. Sigurður Garðarsson skipstjóri á Björginni sagði í samtali við Skessuhorn að komið yrði með vélarvana bátinn að bryggju í Rifi um kaffileytið í dag(í gær), siglingin frá Látrabjargi tæki um fjóra tíma."

 Frétt: skessuhorn.is


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn