Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Ríkisstjórnin boðar nýtt fiskveiðifrumvarp
19.4.2011

Ríkisstjórnin boðar nýtt fiskveiðifrumvarp í næsta mánuði

 

„Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða fljótlega í næsta mánuði. Markmið laganna er að brjóta upp forgang núverandi kvótahafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fénýtt þá sameign landsmanna sem fiskimiðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheimildir á himinháu verði.”

Svo segir í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin lagði fram í gær í tengslum við kjarasamningaviðræður. Þar segir ennfremur:

 ,,Að því er stefnt að skapa sjávarúveginum traust rekstrarskilyrði til lengri tíma, auka þjóðhagkvæmni greinarinnar og treysta atvinnufrelsi og jafnræði innan hennar.

Megintillögur frumvarpsins fela í sér að úhlutun á aflaheimildum verði breytt í nýtingarheimildir samkvæmt samningum til afmarkaðs tíma. Hluti þeirra renni í áföngum til byggða- og leigupotta; þjóðin njóti arðs af auðlindinni með gjaldtöku. Varanlegt framsal verði takmarkað.

Nú er unnið að hagfræðilegri úttekt á tillögunum. Tekur hún til efnahagslegra áhrifa og rekstrarskilyrða í sjávarútvegi. Þess er vænst að úttektin geti legið fyrir innan mánaðar og fari þá til nefndar þingsins sem hefur málið til meðferðar á alþingi.

Stjórnvöld lýsa því yfir að þau munu fara með hagsmunaaðilum yfir þá úttekt þegar hún liggur fyrir og meta með þeim hvort og þá hvaða breytingar eða aðlögun þurfi að gera ef úttektin sýnir að fyrirhugaðar breytingar kvótakerfisins hafi umtalsverð neikvæð áhrif á rekstrarskilyrði greinarinnar í heild sinni, umframþað sem eðlileg gjaldtaka hefur í för með sér," segir orðrétt í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

fiskifrettir.is

 


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:
Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn