Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Norsk ungmenni hvött til fiskveiða
20.4.2011

Norsk ungmenni hvött til fiskveiða

Norsk stjórnvöld bjóða ungu fólki að stunda fiskveiðar án aflaheimilda í sumarfríinu.

 

Norsk stjórnvöld hafa lengi talið það áhyggjuefni hversu lítinn áhuga ungt fólk hefur á því að starfa við fiskveiðar enda er meðalaldur norskra sjómanna orðinn æði hár. Af þessum sökum hefur ungmennum þar í landi boðist að stunda fiskveiðar án aflaheimilda í tiltekinn tíma á sumrin til þess að kynnast sjómannsstarfinu.

 Ungt fólk á aldrinum 12-25 ára alls staðar í Noregi má stunda fiskveiðar í sjó frá 20. júní til 12. ágúst. Veiðarar eru bundnar við stöng, handfæri, handfærarúllu, net allt að 210 metra langt, línu með allt að 300 krókum og gildrur allt að 20 stykkjum. Takmörk eru á því hversu mörg veiðarfæri hver bátur og hvert ungmenni má vera með.

 

Fiskifrettir.is


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn