Leki kom að báti skammt frá Grundarfirði
Leki kom að bátnum Atlasi SH 660 síðdegis í dag þar sem hann var staddur skammt frá Grundarfirði. Bátsverjum tókst að sigla til hafnar þar sem Slökkvilið Grundarfjarðar dældi úr bátnum meðan beðið var eftir krana frá Ólafsvík sem gæti lyft honum á land. Þannig var komið í veg fyrir að báturinn færi á kaf, en hann var töluvert farinn að hallast þar sem hann lá við bryggju. Gat reyndist hafa komið á botn bátsins.
"Árni fór á kranabílnum og hífði upp bátinn".