Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Mikil uppbygging í ferðaþjónustu
9.6.2011

Mikil uppbygging í ferðaþjónustu á sunnanverðu Snæfellsnesi

 

Það hefur varla farið framhjá neinum að ferðaþjónusta er sífellt vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Þannig hafa margir spáð því að yfirstandandi ár verði metár í gestafjölda til landsins. Ferðaþjónustuaðilar eru því í óða önn að undirbúa komu hins mikla fjölda, að meðtöldum þeim sem starfa við ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Á sunnanverðu Snæfellsnesinu, nánar tiltekið í Staðarsveitinni og á Hellnum, eru blómlegir hlutir að gerast. Nánast allt ferðaþjónustufólk er að stækka við hjá sér og þá eru fjölmargir nýir staðir að opna. Nægir að nefna nýtt gistiheimili í Lýsudal og kaffihús í Gestastofu Þjóðgarðsins á Hellnum. Þá hafa verið byggð tíu smáhýsi við Gistiheimilið Hof og Hótel Hellnar hafa fært út kvíarnar.

Frétt: www.skessuhorn.is

 


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn