Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Framkvæmdir á Rifi
4.7.2011

 

Framkvæmdir á Rifi

-          Ný vatnsverksmiðja í smíðum og fjöldi báta í slipp við hafnarbakkann á Rifi -

 

 

Eftir miklar vangaveltur um framtíð vatnsverksmiðjunar á Rifi var sú ákvörðun tekin af Breskum fjárfestingarsjóði, sem tryggði sér vantsréttindin í vetur, að hefja byggingu á nýju húsnæði undir vatnsverksmiðju á hafnarbakkanum á Rifi. Byggingarframkvæmdin er í umsjá Nesbyggð. Breski fjárfestingarsjóðurinn ætlaði sér að kaupa vatnsverksmiðjuna sem stendur hálftilbúin við Útnesveg en sökum ágreinings í hópi eigenda húsnæðisins reyndis það torvelt.

 

Nú þegar flestir útileigu- og dagróðrabátar hafa lagst við bryggju hafa margir brugðið á það ráð að taka báta sína upp og sinna árlegu viðhaldi. Þegar ljósmyndir voru teknar voru þeir Guðbjartur SH, Lilja SH og Bryndís SH fyrir utan Vélsmiðju Árna Jóns ehf.

 

Norðaustan átt með tilheyrandi kuldakasti hefur verið ríkjandi sem af er sumri og eru íbúar á norðanverðu Snæfellsnesi fullsaddir á því en það er enn von á að tíðin batni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn