Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Einn af bestu þjóðgörðum Evrópu
4.7.2011

 

Einn af bestu þjóðgörðum Evrópu

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er einn af bestu þjóðgörðum Evrópu að mati BBC travel og Lonely Planet.

Umhverfisstofnun vekur athygli á þessu og segir að það vilji svo skemmtilega til að umfjöllunin hafi birst í gær, á 10 ára afmælisdegi þjóðgarðsins.

Umfjöllun á vef BBC.

www.mbl.is

 

 

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull tíu ára

 

Í gær buðu Umhverfisstofnun og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull upp á afmælisdagskrá í gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum. Sama dag varð þjóðgarðurinn tíu ára og þrátt fyrir norðanstrekking komu þónokkrir gestir til veislunnar. Afmælisdagskráin átti upphaflega að fara fram í og við gestastofuna en sökum veðurs þurfti að færa ræðuhöld inn í Hellnakirkju. Þar bauð Guðbjörg Guðmundsdóttir þjóðgarðsvörður gesti velkomna og bað þá um að syngja með sér afmælissönginn sem þeir og gerðu.

Því næst kynnti hún fyrsta í pontu Svandísi Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Svandís lýsti þjóðgörðum Íslands sem stássstofum þjóðarinnar og sagði að í þeim væru gríðarlegar auðlindir og náttúrufegurð. Þeir löðuðu bæði innlenda sem erlenda ferðamenn til sín en einnig væru þeir mikilvægir í uppbyggingu landsins.

28. júní - frétt: www.skessuhorn.is


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn