Einn af bestu þjóðgörðum Evrópu
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er einn af bestu þjóðgörðum Evrópu að mati BBC travel og Lonely Planet.
Umhverfisstofnun vekur athygli á þessu og segir að það vilji svo skemmtilega til að umfjöllunin hafi birst í gær, á 10 ára afmælisdegi þjóðgarðsins.
Umfjöllun á vef BBC.
www.mbl.is
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull tíu ára
Í gær buðu Umhverfisstofnun og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull upp á afmælisdagskrá í gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum. Sama dag varð þjóðgarðurinn tíu ára og þrátt fyrir norðanstrekking komu þónokkrir gestir til veislunnar. Afmælisdagskráin átti upphaflega að fara fram í og við gestastofuna en sökum veðurs þurfti að færa ræðuhöld inn í Hellnakirkju. Þar bauð Guðbjörg Guðmundsdóttir þjóðgarðsvörður gesti velkomna og bað þá um að syngja með sér afmælissönginn sem þeir og gerðu.
Því næst kynnti hún fyrsta í pontu Svandísi Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Svandís lýsti þjóðgörðum Íslands sem stássstofum þjóðarinnar og sagði að í þeim væru gríðarlegar auðlindir og náttúrufegurð. Þeir löðuðu bæði innlenda sem erlenda ferðamenn til sín en einnig væru þeir mikilvægir í uppbyggingu landsins.
28. júní - frétt: www.skessuhorn.is