Húsbílafylli á nýja tjaldstæðinu á Hellissandi
Mikil aðsókn hefur verið að nýja tjaldsvæðinu undir Hrossabrekkunum í Sandahrauni við Hellissand. Nú síðustu nótt fylltist næstum tjaldsvæðið af bílaflota Húsbílafélagsins, um fimmtíu húsbílum, sem nú eru á ferð um Vesturland áleiðis í Árblik í Dölum þar sem hópferð þeirra lýkur. Allur aðbúnaður er mjög fullkominn á svæðinu á Hellissandi og staðsetningin góð í frábæru umhverfi.
14. júlí 2011
Skessuhorn