Mok makrílveiði í Snæfellsbæ
Veiðimenn í Snæfellsbæ hópuðust niður á bryggju á Ólafsvík í gærkvöldi þegar fréttist að makríllinn væri mættur. Einnig voru menn að fá hann í höfninni á Rifi en á meðan hann var við þá var tekið í hverju kasti og skipti engu hvernig agnið var. Sumir voru að veiða hann til gamans, aðrir til að nota sem beitu og svo ætluðu einhverjir að reykja hann og steikja.
www.skessuhorn.is