Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Aflaheimildir f. kvótaárið 2011-2012
13.9.2011

Aflaheimidir f. kvótaárið 2011-2012

 

Úthlutað aflamark á grundvelli aflahlutdeildar auk skel- og rækjubóta og aflaheimilda úr deilistofnum fyrir árið 2010/2011 má sjá í þessari töflu. Þar kemur fram að á síðasta fiskveiðiári voru bátar skráðir með heimahöfn í Reykjavík með mestar aflaheimildir eða 44.053 þorskígildistonn sem eru 14,4% úthlutaðra aflaheimilda. Næst komu bátar skráðir í Vestmannaeyjum með 30.645 þorskígildistonn eða 10% allra aflaheimilda og bátar skráðir í Grindavík með 27.227 þorskígildistonn (8,9% aflaheimilda). Sjá töflu yfir 10 hafnir með mest aflamark 2005/2006 og 2010/2011 hér.

Bátar skráðir í Grindavík með mestar aflaheimildir í þorski

Skip með heimahöfn í Grindavík voru með mestar aflaheimildir í þorski á síðasta fiskveiðiári eða 13.658 tonn sem eru 10,6% af úthlutuðum aflaheimildum. Næstir komu bátar með heimahöfn í Reykjavík með 10.047 tonn (7,8%) og bátar skráðir í Vestmannaeyjum með 9.657 tonn (7,5%).

Þess má geta að sú höfn sem hefur minnsta aflaheimild í þorski er Reykhólar með rúmt tonn.

Hafnir á höfuðborgarsvæðinu með mest aflamark

Þegar litið er til landsvæða þá voru mestar aflaheimildir bundnar við heimahafnir á höfuðborgarsvæðinu eða 55.880 þorskígildistonn sem eru 18,3% af heildarúthlutuninni. Skammt á eftir fylgja hafnir á Norðurlandi eystra en þær voru með 54.083 þorskígildistonn sem eru 17,7% af heildinni. Þetta eru hafnirnar frá Haganesvík austur til Þórshafnar.

Þegar skoðuð er þróunin frá fiskveiðiárinu 2000/2001 sést að hafnir á höfuðborgarsvæðinu hafa bætt við sig mestum aflaheimildum. Hlutdeildin þar fór á tímabilinu úr 13,6% upp í 18,3% á síðasta fiskveiðiári. Önnur landsvæði sem bættu hlutfallsega við sig eru meðal annars Suðurnes, en hlutur þeirra fór úr 11,8% í 13,8%, og Suðurland úr 12,0% í 12,5%. Vestfirðir bæta einnig hlutfallsega við sig, eða úr 7,6% í 9,1%. Sjá töflu yfir þróun í aflaheimildum  eftir landsvæðum hér.

Sjá má á töflunni að hafnirnar á Norðurlandi eystra hafa tapað aflaheimildum hlutfallslega. Á fiskveiðiárinu 2000/2001 var hlutur Norðurlands eystra  24,4% en fór á síðasta fiskveiðiári niður í 17,7%. Annað landsvæði sem hefur misst nokkuð af hlut sínum í aflaheimildunum er Austurland en skýringin liggur þar í minna aflamarki í uppsjávarfiski.

Hægt er að nálgast töflu yfir úthlutað aflamark eftir höfnum og tegundum  frá 1991 fram  loka síðasta fiskveiðiárs hér.

Frétt: Fiskistofa.is




<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn