Föstudaginn 13. nóvember síðastliðinn var haldið kreppuhóf í Vélsmiðju Árna Jóns. Helstu viðskiptavinum var boðið en með þessari uppákomu vildu starfsmenn vélsmiðjunnar gefa krepputali langt nef.
Um 150 manns mættu og þáðu léttar veitingar en það var Sigfús Almarsson sem reiddi fram hverja kræsinguna á fætur annarri. Starfsmenn Skeljungs, Fossbergs, Landvéla og Tandurs komu í heimsókn.
Gestir voru af sögn ánægðir með veitingarnar og tækifærið til að hitta aðra og spjalla.
Bílafloti Þorgeirs ehf. auk olíubíls Skeljungs á Rifi.
Starfsmenn frá Tandri að kynna vörur sínar. Össi og Svanur kíkja í ískarið.
Fúsi Almars bar fram kræsingarnar.
Jói, Þröstur og Alli.
Hjörtur og Palli Stefáns gæða sér á góðgætinu.
Rúnar og Lúðvík slógu á létta strengi.
Gunni múr, Sævar og Jón Eggerts í góðu spjalli.
Myndir: Guðjón Steinarsson.
www.arnijon.is