Kranabíll Þorgeirs ehf. fór í gær til Eyja- og Miklaholtshrepps að sækja dráttarbíl og tengivagn við afleggjarann á Miklaholltsseli. Mjög hvasst var á þessum slóðum á miðvikudaginn sem var þess valdandi að dráttarbílinn auk tengivagns fór útaf. Mildi þykir að bílstjórinn slapp án alvarlegra meiðsla.
Dráttarbílnum komið á réttan kjöl.
Dráttarbílinn kominn á vagninn.
Birgir Tryggvason ásamt lögreglu.
Meðfylgjandi myndir tók Guðjón Steinarsson, starfsmaður Þorgeirs ehf.