Það snjóaði mikið í Snæfellsbæ um helgina og segja gárungarnir að sjaldan hafi snjóað eins mikið. Mikill vindur var á Rifi og Hellissandi sem varð til þess að snjórinn skóf í skafla en í Ólafsvík var vindur heldur hægari. Gaman var að sjá að íbúar Snæfellsbæjar sýndu nágrannakærleik og aðstoðu hvorn annan á leið til vinnu.
Að lokum má segja að börn hafi fengið ósk sína uppfyllta á meðan þeir sem eldri eru mokuðu bílana sína út úr snjósköflunum.

Það skóf heldur betur í kringum Kefsarana

Stór skafl var á plani Grunnskóla Hellissands.

Planið hjá KG var rutt í morgun.