Forsíða Þjónusta
Fréttir Fyrirtækið

Verksamningur undirritaður v. vatnsverksmiðju
3.12.2009

Í dag 3. desember var undirritaður verksamningur milli Iceland Glacier Products hf.  og Þorgeirs ehf. á Rifi um byggingu verksmiðjuhúss fyrirhugaðrar vatnsverksmiðju Iceland Glacier Products hf. á Rifi. Húsið er 75 metrar á breidd og 100 metrar á lengd eða samtals 7.500 fm2. Nú kemur að góðum notum nýji kranabíll fyrirtækisins og ekki síður tvær vinnulyftur sem keyptar voru fyrir tæpum tveimur árum. Verklok eru áætluð 15. mars 2010 og er áætlað að á milli 7 og 8 þúsund vinnustundir fari í verkið.

Ljóst er að Vatnsverksmiðja á Rifi verður mikil lyftistöng fyrir Snæfellsbæ og í raun allt Snæfellsnes, því fjölbreytt atvinnulíf styrkir og eflir byggðina og áhugaverðara verður fyrir fólk að setjast að í Snæfellsbæ. Auk þess verður verksmiðjan gjaldeyrisskapandi fyrir land og þjóð sem er ekki síður mikilvægt.

Samningsaðilar eru bjartsýnir á gott samstarf og biðja blíðlega til veðurguðanna.

Water

Mynd fengin á www.ttnet.net/

 

Heimasíða Iceland Glacier Products er www.iwater.is/

 

 


<< Til baka

Innskráning
Hafa samband

Þjónustunúmer:
436 6500

Netfang:
arnijon@arnijon.is

Áhugaverðar vörur

Frumvarp til laga um höfn á Rifi (1946)
Hrafn, komd þú sæll!

Tenglar


Leit

Leitarorð:




Vélsmiðja Árna Jóns | Smiðjugötu 6 | 360 Hellissandur (Rif) | Um vefinn