Í gær voru starfsmenn Þorgeirs ehf. að raða sperrunum í rétta röð og setja tilteknar festingar á þær. Eins og sést á myndunum eru þessar sperrur engin smásmíði en þær eru 27 metrar á lengd. Á þessar sperrur koma svo sperrur sitt hvorum megin og verður breiddin á smiðjunni því um 75 metrar.

Feðgarnir Árni Jón og Þorgeir festu sperrurnar í hjólaskófluna eina í eina.

Eins og má sjá eru þessar sperrur gríðarstórar en þær eru 27 metri á lengd.