Á sunnudaginn var voru tveir ljóskrossar formlega vígðir á sáluhliði Ingjaldshólskirkju. Starfsmaður Vélsmiðjunnar vann við gerð krossanna. Annar krossinn er til minningar um Lúðvík Albertsson og Veróniku Hermannsdóttur frá Svalbarða Hellissandi og var gefinn af börnum þeirra sjö og fjölskyldum þeirra. Hinn var gefinn af Kay Wiggs og Ómari Lúðvíkssyni og börnum, til minningar um foreldra Kay frá Bandaríkjunum.