SKÖTUVEISLA
Í dag var árleg skötuveisla haldin í húskynnum Vélsmiðjunnar á Rifi. Um 30 manns mættu og þótti mönnum skatan vera mild og góð þetta árið, einnig var saltfiskur fyrir þá sem lögðu ekki í skötuna. Rúgbrauðið hans Helga sló í gegn að vanda. Auður, Hrafnhildur og Rafnar sáu til þess að allt fór rétt fram og eiga þau hrós skilið. Allir fóru saddir og sáttir frá borði.
Hrafnhildur og Auður stóðu vaktina við pottana.
Strákarnir í smiðjunni þurftu ekki að slást um bitana því nóg var handa öllum.
Geiri blikkar Auði í von um að fá vænan skammt af hamsatólg.