Óhætt er að segja að Kári hafi minnt hressilega á sig í nótt hér á norðanverðu Snæfellsnesi. Vindhraði fór í nótt upp í 30 m/s í Ólafsvík og 25 m/s á Gufuskálum. Óhætt er að fullyrða að að hviður hafi farið hátt í 40 m/s.
Þorraþrællinn frá árinu 1866 eftir Kristján Jónsson átti vel við á mánudaginn 25 janúar.
Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð.
Kveður kuldaljóð Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni liggur klakaþil.
Hlær við hríðarbyl hamragil.
Mararbára blá brotnar þung og há
unnar steinum á, yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn
Harmar hlutinn sinn hásetinn.