Það var ánægjulegt að sjá sólina skríða yfir toppa Snæfellsjökuls. Með hverjum degi lengist dagurinn og það styttist í fyrstu farfuglana. Myndin var tekin á hádegi í dag fyrir aftan Vélsmiðju Árna Jóns.
Með því að smella hér má heyra fuglahljóðin hjá flestum stað- og farfuglum Íslands, - svona ef fólk er spennt fyrir vorinu.