Tjaldurinn kominn á Rif
Nú eru allir tjaldarnir komnir á Rif eina ferðina enn. (Tjaldur SH-270 og Örvar SH-777). Í dag sást og heyrðist til tjaldsins er hann spókaði sig við Rifsós. Tjaldurinn er einn af fyrstu vorboðunum og brátt kemur hettumávurinn, lóan o.fl. Fyrir þá sem eru ryðgaðir í því að þekkja hljóðið í tjaldinum geta heyrt það með því að ýta hér.
Mynd: íslandsvefurinn.is