Í gær valt dráttarbíll með tengivagn við afleggjarann á Brimilsvöllum í Snæfellsbæ. Ökumaður slapp með skrekkinn en það verður ekki sagt það sama með dráttarbílinn eins og myndir bera með sér. Mjög kviðótt var á þessu svæði og lentu margir ökumenn í vandamálum. Árni Jón og Birgir fóru og hífðu bæði dráttarbíl og tengivagn. Vegurinn var lokaður á meðan þessu stóð.
Við þökkum fyrir myndirnar frá Steinprent.
Steinprent©
Steinprent©