Strandveiðar hefjast 1. maí
Nú er tíminn að gera klárt fyrir strandveiðarnar, zinka, botnverja og skipta um síur, olíu o.fl.
"Strandveiðar með handfæri voru fyrst leyfðar í fyrrasumar og reru fyrstu bátarnir 28. júní eftir að reglugerð um veiðarnar hafði verið gefin út 25. júní. Nú verður heimilt að hefja veiðarnar 1. maí og lýkur tímabilinu í lok ágúst.
Í fyrra var heimilt að veiða 3.995 tonn af þorski, óslægðum. Bátarnir komu með 3.452 tonn af þorski að landi og 650 tonn af öðrum afla, mest ufsa. Nú verður heimilt að veiða sex þúsund tonn af óslægðum botnfiski, en reiknað er með að þorskur geti orðið um fimm þúsund tonn af þessum afla í stað 3.995 tonna eins og heimildin kvað á um í fyrra, en ufsi og aðrar botnfisktegundir um eitt þúsund tonn." Frétt fengin af mbl.is.