Símon rennismiður og Einar frá Bjarnarfossi tóku þátt í vorralli BÍKR um síðustu helgi. Ekið var um leiðir í nágrenni Þingvalla. Símon og Einar féllu úr keppni á annari sérleið, sem var svekkjandi þar sem að árangurinn á þeirri fyrstu var framar vonum. "Við lentum í því að mótorinn hrundi og ástæðan fyrir því var sú að einn spíss gaf sig og orsakaði það að stimpill bráðnaði og við urðum að hætta keppni. Við erum búnir að rífa vélina og skoða þetta allt og stefnum að því að verða búnir að laga þetta fyrir næstu keppni sem er 11-12 jun." Segir Símon.
Vélsmiðja Árna Jóns ehf. er stoltur styrktaraðili Turbo Crew